Átak Open 9. júní

Nú fer hver að verða síðastur í að skrá sig í Átak/World Class Open, sem haldið verður á laugardaginn. Veðrið hefur svo sannarlega leikið við okkur síðastliðna daga og vikur, og reiknum við með því að það verði ekki síðra um helgina. Góðvinir okkar á vedur.is spá 15 gráðum og léttum skýjum með deginum þannig að það er um að gera að koma og taka þátt!

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fimm efstu liðin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 holum

1. sæti: Árskort í Átak/World Class + 5 nuddtímar 

2. sæti: Árskort í Átak/World Class 

3. sæti: 6 mánaða kort í Átak/World Class  

4. sæti: 3 mánaða kort í Átak/World Class 

5. sæti: Mánaðarkort í Átak/World Class 

 

Mánaðarkort í Átak/World Class fyrir næstur holu á öllum par 3 holum vallarins.

Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna er 28. 

Skráning verður fram eftir degi á morgun á golf.is eða í síma 462-2974, mælum með að allir byrji golfsumarið af krafti!