Átak/Bryggjan open 18.júní

Átak og Bryggjan Open – Texas Scramble mót

Frábært mót í vændum!!!!

Fyrsta Texas Scramble mót sumarsins er Átak/Bryggjan Open sem er haldið á Jaðri þann 18. júní.

Verðlaun fyrir fimm efstu sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holum.

 

1. sæti: Árskort í Átak + 5 nuddtímar + 2 x 15.000 inneign á Bryggjunni

2. sæti: Árskort í Átak + 2 x 10 þús inneign á Bryggjunni

3. sæti: 6 mánaða kort í Átak 2 x 5 þús á Bryggjunni

4. sæti: 3 mánaða kort í Átak + 2 x Birdie kort í Klappir

5. sæti: Mánaðarkort í Átak + 2 x Par kort í klappir

 

Mánaðarkort í Átak fyrir næstur holu á öllum par 3 holum vallarins.

Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5 og má forgjöf liðs ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf.

Dregið úr skorkortum í lok móts. Flott verðlaun frá Bryggjunni og fl.

Skráning á golf.is