Árskortin á ferð og flugi

Fjölmargir kylfingar hafa spurt um árskortin sín undanfarna daga og höfum við loks haft upp á þeim. Þau fóru í skemmtilegt ferðalag og lentu inn á borði hjá vinum okkar í Vestmannaeyjum sem hafa verið svo góðir að senda þau umsvifalaust til baka :)

Von er á þeim á föstudaginn næsta og hvetjum við kylfinga til að koma við á skrifstofunni þegar þeir eiga leið á teig og ná í kortin sín.

Þeir kylfingar sem ekki hafa greitt árgjaldið eða samið um greiðslur fá ekki afhent kort og verða teknir út af golf.is fyrir 1.júní næst komandi. Því biðlum við til kylfinga að gera grein fyrir sér og ganga frá greiðslum.