Arnar Árnason sló draumahöggið

Arnar á 18. flötinni
Arnar á 18. flötinni

Þann 19. júlí var frábært veður hjá okkur eins og flesta aðra daga. Fyrir marga var dagurinn góður en fyrir Arnar Árnason var dagurinn einstakur. Hann sló draumahöggið á 18. holunni, sem verður að teljast ágætis leið til að klára hringinn.

Líkurnar á að fara holu í höggi eru um 1 á móti 12500 og tekur það meðalmanninn um 24 ár af ástundun að ná í sinn fyrsta ás.

Við óskum Arnari til hamingju með þetta magnaða afrek!