Árgjöldin komin í heimabankann

Ágætu GA félagar.

Nú eiga allir að vera búnir að fá rukkun til sín vegna árgjalda 2016.  Sem fyrr sendum við ekki út greiðsluseðla, þeir birtast í heimabankanum ykkar.

Einnig bjóðum við kylfingum að greiða árgjaldið sitt með kreditkortum og er hægt að skipta greiðslunni upp í allt að 10 skipti.

Eins og þið vitið þá er mikið um að vera hjá okkur núna og uppbygging á Klöppum í fullum gangi.  Langar okkur því að hvetja ykkur félagar góðir að ganga frá ykkar árgjaldi um leið og kostur er þar sem það eru talsverð útgjöld hjá okkur núna og árgjöldin okkar stærstu tekjur.

Gjalddagar árgjalda eru þrír, 1, jan, 1, feb og 1. mars.  Eindagi er svo 1. mars.