Arctic Open - Úrslit

Arctic Open var sett við flotta athöfn í klúbbhúsinu klukkan 13:00 fimmtudaginn 25. júní af John Cariglia úr Arctic Open nefndinni. Alls voru keppendur 229 á mótinu og er það nýtt met, keppendur komu hvaðan að úr heiminum og voru til að mynda keppendur frá 17 mismunandi löndum og fimm heimsálfum!

 

Ræst var út báða dagana frá 14:00 til 23:50 og voru síðustu menn að skríða inn á 18. flöt rétt um 6 báða morgnana. Nándarverðlaun voru á öllum par 3 holum vallarins báða dagana og verðlaun fyrir lengsta drive á 6. braut seinni daginn. Þessir unni til verðlauna: 

 

Lengsta drive á 6 braut, dagur 2 – Stefanía Kristín Valgeirsdóttir

Næstur holu á 4. Braut, dagur 1 – Tryggvi Þór Gunnarsson 72 cm

Næstur holu á 4. Braut, dagur 2 –  Þorvaldur I Birgisson Hola í höggi!.

Næstur holu á 8. Braut, dagur 1 – Kristinn Gústaf Bjarnason 1,08 cm

Næstur holu á 8. Braut, dagur 2 –   Ögmundur Máni Ögmundsson 4 m

Næstur holu á 11. braut, dagur 1 – Birkir Már Birgisson 94 cm

Næstur holu á 11. braut, dagur 2 – Helgi Örn Eyþórsson 3,09 m

Næstur holu á 14. Braut, dagur 1 – Birgir Haraldsson 66 cm.

Næstur holu á 14. Braut, dagur 2 –  Eygló Birgisdóttir 1,79 m

Næstur holu á 18. Braut,  dagur 1 – Halldór Halldórsson 14 cm

Næstur holu á 18. Braut,  dagur 2 -  Jónas Þór Hafþórsson Hola í höggi!!



Jónas Þór Hafþórsson vann sér inn eina milljón króna fyrir að fara holu í höggi á 18. holu og gaf hann Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri 500.000 krónur.

 

Keppt var í fjórum flokkum á Arctic open 2015 eins og undanfarin ár en þeir eru opinn flokkur án forgjafar, með forgjöf, konur án forgjafar og 55 ára og eldri án forgjafar. Einnig var keppt í liðakeppni á meðan mótinu stóð og var valið í liðin af handahófi. Þrjú bestu skorin af fjórum giltu hvorn dag fyrir sig og sigurliðið skipuðu þau Marsibil Sigurðardóttir, Samúel Gunnarsson, Njáll Harðarson og Chris Buckley. 



Opinn flokkur með forgjöf:

1. Marsibil Sigurðardóttir GHD 79 punktar.

2. Þórhallur Pálsson GA 75 punktar. 

3. Chuck Garfinkle 74 punktar.

 

Opinn flokkur án forgjafar: 

1. Karl Ableidinger, 149 högg +7

2. Samúel Gunnarsson, GÓ 151 högg +9

3. Jón Þór Gunnarsson, GR 153 högg +11

 

Konur án forgjafar:

1. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. GA 155 högg +13

2. Elizabeth Granahan, 167 högg +25

3. Marólína G Erlendsdóttir, GR 180 högg +38

 

55 ára og eldri án forgjafar

1. Alastair Taylor, 161 högg +19

2. Þórhallur Pálsson, GA 163 högg +21

3. Birgir Ingvason, 167 högg +25

 

Marsibil Sigurðardóttir  er því Arctic Open meistari 2015 og óskum við henni innilega til hamingju með það!

 

Við viljum þakka öllum þátttakendum í mótinu kærlega fyrir komuna, einnig viljum við þakka Flugfélagi Íslands og Vodafone, aðalstyrktaraðilum mótsins kærlega fyrir þeirra stuðning og þátttöku í mótinu.