Arctic Open hefst á fimmtudag

Það var flott miðnætursól í gærkvöldi
Það var flott miðnætursól í gærkvöldi

Næstkomandi fimmtudag hefst hið sögufræga Arctic Open mót að Jaðri, en mótið er nú haldið í 27. sinn. Um er að ræða golfmót þar sem keppt er í opnum flokki með í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf, ásamt því er sérstakur öldunga- og kvennaflokkur. Það sem gerir mótið svo einstakt, eins og raun ber vitni, er að það er leikið á kvöldin og fram á nótt í miðnætursól. Skráning í mótið í ár er góð og margir erlendir keppendur búnir að bóka sig.

Í gær var ótrúlega flott miðnætursól, veðurspáin er góð og því má reikna með frábæru móti.

Fyrir þá sem ekki eru búnir að skrá sig þá er ennþá laust, en fyrstur kemur fyrstur fær.