Það var mikil stemming á Jaðri á laugardagskvöldið síðasta þegar 40. Arctic Open móti Golfklúbbs Akureyrar lauk formlega með kvöldskemmtun og lokahófi.
Í ár voru 280 kylfingar skráðir til leiks og var virkilega gaman að fylgjast með þeim kljást við tvo keppnisdaga þar sem veðrið var eins og svart og hvítt. Á fimmtudeginum rigndi frá 22:10-05:00 þegar síðustu menn komu inn en á föstudeginum skartaði miðnætursólin sínu fegursta og fengu keppendur allt fyrir peninginn. Í ár voru 36 erlendir kylfingar skráðir til leiks og komu þeir frá Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Englandi, Skotlandi, Wales, Noregi og Danmörku.
Gleðin var við völd á mótinu sjálfu og er ótrúlega skemmtilegt hversu jákvæðir kylfingar eru þegar þeir koma inn þrátt fyrir að hafa etv spilað hringinn sinn í rigningu og slæmu skyggni yfir hánótt, þá má alltaf sjá bros á vör þegar kylfingar koma inn í skála eftir hring. Á föstudeginum var veðrið frábært, eins og best verður á kosið í Arctic Open og hægðist á spilinu á meðan kylfingar fönguðu miðnætursólina áður en áfram var haldið. Kakóhressingin á 14. braut með stroh og soðnu brauði er eitthvað sem kylfingar láta sig hlakka til frá 1. teig og stóð það svo sannarlega fyrir sínu. Grilluðu pylsurnar á föstudeginum frá Kjartnafæði-Norðlenska sviku engann og var utanumhald og annað í kringum mótið eins og best verður á kosið.
Á laugardagskvöldinu var það hún Sandra Barilli sem sá um veislustjórnun af sinni stöku snilld og heppnaðist lokahófið eins vel og menn muna eftir. Maturinn frá Jaðar Bistro, lambalæri, lax, meðlæti og dessert og eftir að formlegri dagskrá lauk mættu Sjeiri og Jón með gítarinn og héldu uppi stuðinu langt fram eftir.
Við hjá Golfklúbbi Akureyrar viljum þakka þeim styrktaraðilum, og þá sérstaklega Icelandair og Skógarböðunum, sem gera okkur kleift að halda mót af þessari stærðargráðu en án þeirra væri það ekki hægt. Einnig viljum við þakka sjálfboðaliðum og starfsfólki sem unnu hér hörðum höndum dagana fyrir mót og á meðan mótinu stóð. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að taka á móti kylfingum á næsta ári, á afmælisári Arctic Open, en mótið verður 40 ára á næsta ári, og verður haldið 18. - 20. júní.
Hér má sjá lista yfir verðlaunahafa í mótinu í ár:
Nándarverðlaun:
Fimmtudagur -
4.hola: Úlfar Biering 114cm
8.hola: Guðmundur Gíslason 118cm
11. hola: Einar Viðarsson 86cm
14. hola: Kristófer Einarsson 155cm
18. hola: Sævar Guðmundsson 101cm
Föstudagur -
4.hola: Ottó Hólm Reynisson 23cm
8.hola: Sæbjörg Guðjónsdóttir 144cm
11. hola: Björn Óskar 164cm
14.hola: Ingi Steinar Ellertsson 72,5cm
18.hola: Sæbjörg Guðjónsdóttir 29cm
Punktakeppni m/forgjöf - Arctic Open meistari
1.sæti: Finnur Mar Ragnarsson 81 punktur (betri seinni 18)
2.sæti: Valgeir Bergmann Magnússon 81 punktur
3.sæti: Halldór Guðmann Karlsson 78 punktar
Höggleikur án forgjafar
1.sæti: Ingi Steinar Ellertsson 145 högg
2.sæti: Víðir Steinar Tómasson 146 högg
3.sæti: Tumi Hrafn Kúld 147 högg
Höggleikur án forgjafar 55+ karlar
1.sæti: Guðmundur Sigurjónsson 156 högg
2.sæti: Bogi Nils Bogason 158 högg
3.sæti: Jón Þór Gunnarsson 160 högg
Höggleikur án forgjafar konur
1.sæti: Anna Jódís Sigurbergsdóttir 165 högg
2.sæti: Unnur Elva Hallsdóttir 175 högg
3.sæti: Halla Berglind Arnarsdóttir 179 högg