Arctic Open 2023

Skráning í Arctic Open 2023 er farin af stað og er mikill fjöldi af kylfingum nú þegar búnir að skrá sig.

Mótið verður haldið dagana 22-24 júní 2023 og er mikil tilhlökkun hjá okkur strax fyrir mótinu.

Á fimmtudag er opnunarhátíð  klukkan 11:00 og eru svo fyrstu keppendur ræstir út fljótlega eftir það. Spilað er fimmtudag og föstudag og lokahóf og verðlaunaafhending á laugardagskvöldinu.

Mótsgjald er 37.900kr og greiðist 12.000kr staðfestingargjald við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi er aðgangur á opnunarhátíð, þátttaka í mótinu, æfingahringur á miðvikudegi, matur í lokahófi auk teiggjafar. Skráning í mótið fer fram á gagolf@gagolf.is