Arctic Open 2018

Nú er heldur betur að styttast í Arctic Open og lítið er eftir af plássum í mótið svo um er að gera að skrá sig og taka þátt í gleðinni. 

Mótið hefst á miðvikudegi með skráningu keppenda og opnunarhátíð þar sem boðið er upp á hlaðborð með norðlenskum veitingum. Kl. 14 á fimmtudag eru fyrstu kylfingarnir ræstir út og eru leiknar 18 holur fram á rauða nótt. Á föstudag eru leiknar aðrar 18 holur. Á laugardagskvöld er loks slegið upp veislu í lokahófi ásamt verðlaunaafhendingu. Veislustjórinn í ár er enginn annar en Eyþór Ingi en Eyþór er landsmönnum þekktastur fyrir söng sinn ásamt mikilli kímnigáfu.

Teigjöf 2018

 • Glæsileg FootJoy peysa
 • Golfkúlur og tí
 • Flatarmerki
Matseðillinn á laugardagskvöldinu:
 • Hjúpaður þorsknakki
 • Moðsteikt Lambafille með piparsósu eða bernaise
 • Meðlæti: Krydd kartöflur, ferskt salat, steikt grænmeti, maís og brauð.
 • Súkkulaði brownies með ferskum ávöxtum

Skráningarfrestur er til 18.júní. Minnum á www.arcticopen.is

Til að fá nánari upplýsingar, hafið samband við:

 • Golfklúbbur Akureyrar
 • Jaðri
 • 600 Akureyri
 • Sími 462 2974
 • steindor@gagolf.is
 • www.arcticopen.is
 • www.gagolf.is