Arctic Open 2021 - Þorvaldur Makan vinnur yfirburðarsigur

Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson
Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson

Þá er hinu árglega risamóti Arctic Open lokið en spilað var dagana 24. og 25. júní og tóku 252 kylfingar þátt í mótinu í ár. Það var hiti í loftinu en lognið var á full mikilli hreyfingu inn á milli en keppendur létu það ekki á sig fá og spiluðu oft á tíðum einkar gott golf. 

Stemmingin var til staðar svo sannarlega, hvort sem það var út í kakótjaldi, pylsutjaldi eða á vellinum sjálfum á meðan móti stóð og voru keppendur hæst ánægðir með umgjörðina í mótinu og hvað beið þeirra. Ekki var síður stemming á laugardagskvöldinu en Simmi Vill sá um veislustjórn af stakri snilld og héldu síðan starfsmenn klúbbsins að þakið væri einfaldlega að hrynja af golfskálanum þegar Eyþór Ingi steig á stokk með tónlistaratriði sitt. Fólk skemmti sér vel og lengi og heppnaðist veislan mjög vel. 

Myndaveislur frá mótinu munu koma inn á næstu dögum en mót eins og þetta væri ekkert án öflugra styrktaraðila, sjálfboðaliða og starfsfólks og viljum við þakka kærlega öllum sem komu að því að gera þetta mót eins glæsilegt og það var. Við viljum óska öllum keppendum til hamingju og þá sérstaklega þeim sem spiluðu sig til verðlauna.

Hér að neðan má síðan sjá verðlaunahafa frá mótinu í ár.

Miðvikudagur:
Drive keppni: Viktor Ingi Finnsson 297 metrar
100 m högg: Víðir Steinar Tómasson

Nándarverðlaun:
Fimmtudagur
4. hola: Jón Norðdal 200 cm
8. hola: Guðmundur Hjaltason 376 cm
11. hola: Berglind Víðisdóttir 193 cm
14. hola: Hinrik Bjarnason 119 cm
18. hola: Guðmundur Ómar Guðmundsson 88 cm

Föstudagur
4. hola: Magnús Finnsson 87 cm
8. hola: Höskuldur Þórhallsson 210 cm
11. hola: Hjálmar Jens Sigurðsson 189 cm
14. hola: Örvar Sigurðsson 375 cm
18. hola: Einrún Magnúsdóttir 111 cm

Punktakeppni m/forgjöf - Arctic Open meistari
1. sæti: Þorvaldur Makan Sigbjörnsson 81 punktur
2.sæti: Marólína G. Erlendsdóttir 75 punktar (betri seinni 18)
3.sæti Bjarni Þórhallsson 75 punktar

Höggleikur án forgjafar
1. sæti: Þröstur Ástþórsson 151 högg
2.sæti: Anna Jódís Sigurbergsdóttir 152 högg
3. sæti: Finnur Bessi Sigurðsson 153 högg (betri seinni 18)

Höggleikur konur
1.sæti: Anna Jódís Sigurbergsdóttir 152 högg
2.sæti: Hrafnhildur Guðjónsdóttir 154 högg
3.sæti: Marólína G. Erlendsdóttir 179 högg (betri seinni 18)

Höggleikur 55+ 
1.sæti: Jón Þór Gunnarsson 162 högg
2.sæti: Þórhallur Pálsson 165 högg
3.sæti: Björgólfur Jóhannsson 170 högg

Liðakeppni
Geir Hlöðver Ericsson, Björg Ýr Guðmundsdóttir, Eggert Jónsson, Stefán Ólafur Jónsson