Arctic Open 2018 sett

Fjölmennt var á opnunarhátíð Arctic Open í gærkvöldi. Mikið líf var í mannskapnum og var það enginn annar en Binni Davíðs sem hélt uppi stemmingunni með söng og glensi. 

 

Ótrúlega hefur ræst úr veðrinu undanfarna daga og fáum við vonandi að njóta þess áfram á meðan mótinu stendur. 

 

Fyrsta holl mótsins er ræst út kl. 14 af fyrsta teig, en spilað er bæði höggleik og punktakeppni í mótinu, sem og liðakeppni þar sem samanlagðir punktar telja.