Arctic Open 2018 Lokið

Arctic Open 2018 er formlega lokið!

Eins og vindurinn barði nú á keppendum á fimmtudeginum fengum við æðislegt veður á föstudeginum og ekki var sólsetrið af verri kantinum. Keppendur léku afbragðs golf og var mikið stuð í mannskapnum. Á laugardagskvöldinu var mótinu síðan formlega slúttað með svaka lokahófi þar sem Eyþór Ingi hélt uppi miklu fjöri. Einnig var haldin verðlaunaafhending þar sem fjölmargir keppendur nældu sér í flott verðlaun.

Gríðarlega mikil vinna er á bakvið mót sem þetta og vill starfsfólk GA því þakka styrktaraðilum, sjálfboðaliðum, keppendum og bara öllum þeim sem að mótinu komu!

Hér að neðan má sjá lista yfir verðlaunahafa og verðlaun ásamt myndaalbúmi með myndum frá golfinu og lokahófinu.

Miðvikudagur

Lengsta Drive: Elfar Halldórsson 282 metrar (Gayol og gjafabréf á Hamborgarafabrikkuna)

100m chip challenge útdráttur: Jairzinho Pourier (Boð í Arctic Open 2019 + Gayol flaska)

Fimmtudagur

Næst holu á 4. holu: Tony Mellado (Rautt & Hvítt)

Næst holu á 8. holu: Árni Ingólfsson (Rautt & Hvítt)

Næst holu á 11. holu: Helgi Gunnlaugsson (Rautt & Hvítt)

Næst holu á 14. holu: Stefán M Jónsson (Rautt & Hvítt)

Næst holu á 18. holu: Bruce Hancock (Rautt & Hvítt)

Föstudagur

Næst holu á 4. holu: Sævar Pétursson (Rautt & Hvítt)

Næst holu á 8. holu: Elizabeth Fairweather (Rautt & Hvítt)

Næst holu á 11. holu: Frank Schmietendorf (Rautt & Hvítt)

Næst holu á 14. holu: Bergþór Karlsson (Rautt & Hvítt)

Næst holu á 18. holu: Eggert Sverrisson (Rautt & Hvítt)

 

Liðakeppni: Hafsteinn S. Jakobsson - Jón Þór Gunnarsson - Jack D. Miller - Kristinn H. Svanbergsson (Skópar frá Footjoy)

 Höggleikur

1. Sæti: Ingi Steinar Ellertsson 151 högg (Garmin úr + Titleist húfa)

2. Sæti: Jón Þór Gunnarsson 153 högg (Staðarfell jakki frá 66° Norður)

3. Sæti: Birgir Haraldsson 157 högg (Tab Prime spjaldtölva)

Höggleikur 55+

1. Sæti: Jón Þór Gunnarsson 153 högg (Flug innanlands)

2. Sæti: Vigfús Ingi Hauksson 167 högg (Titleist poki)

3. Sæti: Rob Szumowski 168 högg ( Titleist Vokey Design wedge)

Höggleikur kvenna

1. Sæti: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir 161 högg (Ping poki)

2. Sæti: Marólína G Erlendsdóttir 179 högg (Flug Innanlands)

3. Sæti: Beverly Hoffenberg 182 högg (Titleist Vokey Design wedge)

Punktakeppni með forgjöf

1. Sæti: Marsibil Sigurðardóttir 74 punktar (Garmin úr + Titleist húfa + Gjafabréf á Strikið)

2. Sæti: Ingi Steinar Ellertsson 71 punktur (Tab prime spjaldtölva + Titleist wedge)

3. Sæti: Linda Hrönn Benediktsdóttir 71 punktur (Ogio golfpoki)

Sigurvegari Arctic Open 2018 er því hún Marsibil Sigurðardóttir og óskum við henni innilega til hamingju með það!