Arctic Open 2011

Tilkynning frá Arctic Open nefnd GA.

Í ljósi aðstæðna á Jaðarsvelli hefur mótsnefnd Arctic Open tekið þá ákvörðun að veita 25% afslátt af mótsgjaldinu í ár. Því þarf aðeins að greiða 18.750 krónur fyrir þátttöku í þessu einstaka 36 holu golfmóti þar sem innifalið er glæsileg teiggjöf, aukahringur á vellinum og kvöldverður í lokahófinu. Þar sem nokkur sæti eru enn laus gildir þetta tilboð einnig fyrir þá sem skrá sig fram að mótinu sem hefst fimmtudaginn 23. júní.

Veðurfar og aðstæður hafa verið einstaklega óhagstæð undanfarnar vikur en þessa dagna er Jaðarsvöllur farinn að taka við sér og verður betri með hverjum deginum sem líður. Starfsmenn að Jaðri vinna nú hörðum höndum að því að koma vellinum í gott horf og á Arctic Open verða allar sumarflatir og teigar komnin í leik.

Veðurspá fyrir seinni hluta næstu viku er nokkuð hagstæð, logn eða mjög lítill vindur, 10 – 12 stiga hiti og líkur á sólskini. Það verður því hægt að eiga góða daga á Arctic Open þar sem hin eina sanna Arctic stemning mun ráða ríkjum og sjá til þess að allir skemmti sér vel.   Við hvetjum því golfara til að skrá sig á mótið.