Arctic Open 2016 - Úrslit

Helgi Gunnlaugsson - Arctic Open meistari 2016
Helgi Gunnlaugsson - Arctic Open meistari 2016

Arctic Open 2016 lauk síðastliðinn laugardag með skemmtilegri veislu í golfskálanum á Jaðri.

Mótið tókst virkilega vel í ár og voru keppendur virkilega ánægðir með mótið.  Þátttakendur voru alls 203 og af þeim voru 37 erlendir kylfingar.

Veður var virkilega gott á meðan að á móti stóð en því miður lét miðnætursólin ekki sjá sig.

Arctic Open meistarainn í ár varð Helgi Gunnlaugsson félagi í Golfklúbbi Akureyrar og lék hann virkilega gott golf.

Helstu úrslit mótsins má sjá með því að smella hér

Verðlaunahafar í Arctic Open 2016

Þökkum við öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna í mótinu og óskum vinningshöfum innilega til hamingju :)