Arctic Open 2010

Björgvin Björgvinsson að slá upphafshögg mótsins
Björgvin Björgvinsson að slá upphafshögg mótsins
Arctic Open sett í gær.

Arctic Open hófst í gær klukkan 16.00 en ræst er til miðnættis.

Upphafshöggið tók Björgvin Björgvinsson GR, þetta er í 21. sinn sem hann tekur þátt í mótinu.

Mótið er það eina sinnar tegundar í heiminum, það er að segja spilað yfir hánótt að staðartíma. Golfvöllurinn að Jaðri er einnig nyrsti 18 holu golfvöllur í heimi.

Þátttakendur eru um 150 og þar af eru á fjórða tug útlendingar frá 8 þjóðlöndum, Bretlandi, Indlandi, Sviss, Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi og Ítalíu. Arctic Open er 36 holu golfleikur í einum opnum flokki þar sem leikið er eftir Stableford punktakerfi. Spilaðar eru 18 holur hvorn keppnisdag.

Byrjað verður að ræsa út aftur í dag kl. 15.00