Arctic open 2014 haldið með pompi og prakt

Brot af sigurvegurum með verðlaun sín
Brot af sigurvegurum með verðlaun sín

Arctic open var sett við flotta athöfn í klúbbhúsinu klukkan 13:00 fimmtudaginn 26. júní. Alls voru keppendur 195 á mótinu og er það nýtt met, keppendur komu hvaðan að úr heiminum og voru til að mynda keppendur frá fjórum mismunandi heimsálfum!

Áður en keppnin sjálf hófst var haldin drive-keppni frá hvíta teignum á 8. holu og var Matthew Ricks hlutskarpastur keppenda þar en hannn sló 255 metra langt drive. Í senior flokki bar Peter Rourke sigur úr bítum með frábæru höggi. 

Ræst var út báða dagana frá 15:50 til 23:50 og voru síðustu menn að skríða inn á 18. flöt rétt um 6 báða morgnana. Nándarverðlaun voru á öllum par 3 holum vallarins báða dagana og verðlaun fyrir lengsta frive á 15. braut. Þessir unni til verðlauna: 

Lengsta drive á 15 braut, dagur 1 – Kristinn G. Bjarnason

Lengsta drive á 15 braut, dagur 2 – Steindór KR. Ragnarsson

 Næstur holu á 4. Braut, dagur 1 – Ian Williams.  1,94 meters

Næstur holu á 4. Braut, dagur 2 –  Oliver Horovitz.  2, 03 metrar.

Næstur holu á 6. Braut, dagur 1 – Þorlákur Ingi Hilmarsson. 2,6 metrar

Næstur holu á 6. Braut, dagur 2 –   Kristinn H. Svanbergsson. 2,4 metrar.

Næstur holu á 11. braut, dagur 1 – Finnur Heimisson. 1,26 metrar

Næstur holu á 11. braut, dagur 2 – Hinrik Þórhallsson.  Hole in one!!!!!

Næstur holu á 14. Braut, dagur 1 – Konráð V. Þorsteinsson. 41 cm.

Næstur holu á 14. Braut, dagur 2 –  Fleming Poulsen. 1,32 metrar

Næstur holu á 18. Braut,  dagur 1 – Sighvatur Dýri. 52 cm.

Næstur holu á 18. Braut,  dagur 2 -  Hjörtur Sigurðsson – 74 cm


Keppt var í fjórum flokkum á Arctic open 2014 eins og undanfarin ár en þeir eru opinn flokkur án forgjafar, með forgjöf, konur án forgjafar og 55 ára og eldri án forgjafar. Einnig var keppt í liðakeppni á meðan mótinu stóð og var valið í liðin af handahófi. Þrjú bestu skorin af fjórum giltu hvorn dag fyrir sig og var sigurliðið með samtals 210 punkta en það skipuðu þau Brynja Herborg (78), Sigurður B. Bjarkason (60), Aðalsteinn Helgason (69) og Christopher R. Cameron (63). 

Opinn flokkur með forgjöf:

1. Brynja Herborg Jónsdóttir, GA, 78 punktar.

2. Konráð Vestmann Þorsteinsson, GA, 77 punktar. 

3. Jón Sigurpáll Hansen, GA, 75 punktar. 

Opinn flokkur án forgjafar: 

1. Kristinn Gústaf Bjarnason, GSE, 141 högg -1

2. Matthew Ricks, USA, 144 högg +2

3. Tryggvi Valtýr Traustason, GSE, 150 högg +8

Konur án forgjafar:

1. Björg Traustadóttir, GÓ, 172 högg +30

2. Brynja Herborg Jónsdóttir, GA, 177 högg +35

3. Marólína G. Erlendsdóttir, GR, 179 högg +37

Senior 55 ára og eldri án forgjafar

1. Haraldur Júlíusson, GA, 161 högg +19

2. Sigurður H. Ringsted, GA, 167 högg +25

3. Sigurður Jörgen Óskarsson, GHD, 172 högg +30

Brynja Herborg Jónsdóttir er því Arctic Open meistari 2014 og óskum við henni innilega til hamingju með það!

Takk fyrir frábært mót og vonumst við til að gera enn betur á næsta ári og fara yfir 200 þátttakendur.