Arctic Open

Nú er Arctic Open að bresta á og verður setning mótsins á morgun miðvikudaginn 22. júní. Við byrjum að afhenda teiggjafir kl. 18:00 og svo verður formleg setning kl. 20:00.

Í ljósi þess að Ísland er að spila við Austurríki kl. 16:00 verðum við með leikinn á tveimur skjáum í skálanum og verður Jón Vídalín með tilboð í tilefni dagsins.

Viljum við því hvetja sem flesta til að mæta upp á Jaðar fyrir kl. 16:00 og horfa á leikinn í góðum félagsskap :)

Hlökkum til að sjá ykkur!