Árangur unglinga á stigalistum GSÍ

Ævarr fékk brons um helgina
Ævarr fékk brons um helgina

Lokamótinu í unglingamótaröð GSÍ lauk nú um helgina og er því staðan á stigalistunum ljós. Árangur okkar fólks í lokamótinu var nokkuð góður í heildina litið, en helst stendur upp úr að Ævarr Freyr Birgisson náði þriðja sætinu í sínum flokk. Úrslitin má finna á golf.is

Unglingar klúbbsins hafa verið duglegir að taka þátt í mótaröðinni þetta sumar og náðu nokkrir flottum árangri á stigalistum GSÍ:

 

Kristján Benedikt Sveinsson - 14 ára og yngri kk - 3 sæti

Ævarr Freyr Birgisson - 15-16 ára kk - 6 sæti

Stefanía Elsa Jónsdóttir - 15-16 ára kvk - 10 sæti

 

Við óskum þessum unglingum til hamingju með þennan flotta árangur þetta árið.