Árangur 16-18 ára pilta í sveitakeppni GSÍ

Sveit GA náði bronsi í flokki 16-18 ára pilta, en keppnin fór fram á Hellishólum.

Sveitin var skipuð eftirfarandi aðilum:

 

Björn Auðunn Ólafsson

Eyþór Hrafnar Ketilsson

Óskar Jóel Jónsson

Ævarr Freyr Birgisson

Liðsstjóri - Friðrik Gunnarsson

 

Sveitin stóð sig mjög vel og tapaði aðeins einum leik, en það var á móti sigursveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Í öðru sæti var sveit Golfklúbbs Keilis og svo strákarnir okkar í þriðja sæti.

Golfklúbbur Akureyrar vil óska strákunum til hamingju með þennan flotta árangur.