Annar dagur Íslandsmóts hafinn

Nú er annar dagur Íslandsmótsins í holukeppni hálfnaður og fyrri umferð dagsins því búin. Veðrið hefur verið frábært það sem af er komið af deginum, og stefnir allt í að það haldi áfram að leika við okkur.

Nokkrir af unglingum okkar í GA spiluðu í morgun og voru úrslitin eftirfarandi:

 

Auður Bergrún Snorradóttir tapaði sínum leik í 16 manna úrslitunum 4/3, en spilaði þó fínan hring og vantaði ekki mikið uppá hjá henni. 

Skúli Gunnar Ágústsson þurfti að sætta sig við grátlegt 1/0 tap á 18. holu eftir að hafa verið með yfirhöndina meirihluta hrings. 

Óskar Páll Valsson sigraði mótherja sinn 3/2, og komst með því í 8 manna úrslit sem spiluð verða núna seinni part dags. Flottur árangur!

Mikael Máni og Lárus Ingi mættust í 16 manna úrslitum drengja 15-16 ára, þar sem Lárus Ingi kláraði leikinn 3/2 með sterkum lokaspretti.

Starkaður lenti í smá brasi í dag og tapaði sínum leik 7/6. Drengurinn fór hins vegar beint út á æfingasvæði eftir tapið, sem sýnir gott hugarfar hans og vilja til að bæta sig.

Gunnar Aðalgeir lenti einnig á töluverðum vegg í sinni viðureign 16 manna úrslitanna í flokki 17-18 ára pilta. Leiknum lauk með 6/5 tapi Gunnars, en mótspilari hans spilaði víst fantagolf,og var því erfitt að skáka við því.

 

Ræst er út í seinni umferðina á milli 14 og 16, og eigum við enn nokkra kylfinga í baráttu um Íslandsmeistaratitil. Meira verður uppfært af þeim leikjum síðar í kvöld.