Annar dagur Íslandsmóts búinn

Annar dagur Íslandsmóts unglinga í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni fór fram í dag með mikilli plikt. Spilaðar voru tvær umferðir af holukeppni í dag, annars vegar 16 manna úrslit og hinsvegar 8 manna úrslit í hverjum flokki fyrir sig. Veðrið lék við keppendur eins og aðra daga hérna fyrir norðan, lognið hélst langt eftir degi en svo fór aðeins að kólna svona undir lokin. Kylfingar léku glæsilegt golf og auðvitað var myndum smellt af sem sjá má neðst í þessari frétt!

Okkar kylfingar í GA halda áfram að standa sig með miklum sóma og hér að neðan eru tíðindi af því!

 

Óskar Páll Valsson var eini kylfingur GA sem komst í 8 manna úrslitin í  flokki stráka 14 ára og yngri. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn leik seinnipartinn 7/6 og komst því nokkuð örugglega í undanúrslitin.

Lárus Ingi Antonsson keppti við öflugan andstæðing í 8 manna úrslitum en hafði þó betur 4/2 á móti Böðvari Braga úr GR. Lárus er því kominn í undanúrslitin í flokki drengja 15-16 ára.

Í flokki stúlkna 15-16 ára áttust við tvær GA stúlkur en það voru þær Marianna Ulriksen og Andrea Ýr Ásmundsdóttir. Þar hafði Andrea betur eftir flottan leik og er hún því komin í undanúrslitin.

Í flokki pilta 19-21 árs eigum við hvorki meira né minna en 3 heimamenn í undanúrslitunum. Tumi Hrafn Kúld komst að vísu beint inn í undanúrslitin eftir að hafa leikið glæsilega í höggleiknum en Kristján Benedikt Sveinsson og Víðir Steinar Tómasson spiluðu báðir í dag. Kristján vann sinn leik 4/3 og Víðir vann sinn 6/5 og sögur segja að þeir hafi verið að leika fanta gott golf og báðir verið vel undir pari vallarins þegar leiknum lauk.

Við hvetjum því alla til að mæta uppá völl á morgun, sjá glæsilegt golf og stiðja okkar fólk til sigurs!