Andrea Ýr valin í stúlknalandslið Íslands

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, kylfingur í GA, var á dögunum valin til að leika með stúlknalandsliði Íslands í Evrópumótinu í golfi. Mótið fer fram á milli 9.-13. júli á Parador De El Saler vellinum á Spáni, þar sem opna spænska meistaramótið á Evrópumótaröðinni var haldið fyrir nokkrum árum. 

Andrea hefur spilað gott og stöðugt golf í sumar, og situr í 6. sæti á stigalistanum í mótaröð þeirra bestu. Andrea hefur einnig leikið í einu unglingamóti í sumar, þar sem hún hafnaði í 3. sæti í Íslandsmóti unglinga í holukeppni.

Þetta er heldur ekki í fyrsta skiptið sem Andrea fer út með landsliðinu, en hún lék einnig á Evrópumótinu í Finnlandi árið 2017.

 

Frábær árangur hjá henni og óskum við henni til hamingju og góðs gengis í mótinu. 

 

Hér sjáum við hverjar voru valdar:
Evrópukeppni stúlknalandsliða
 
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
Árný Eik Dagsdóttir, GKG
Ásdís Valtýsdóttir, GR
Eva María Gestsdóttir, GKG
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR