Andrea Ýr, Bryndís Eva og Veigar valin í landslið GSÍ

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landsliðin sem taka þátt á Evrópumótum kvenna, karla, stúlkna og pilta. Evrópumót kvenna fer fram í Frakklandi og karlaliðið leikur á Írlandi. Stúlknalandsliðið leikur í Englandi og piltalandsliðið í Ungverjalandi.

Öll mótin fara fram á sama tíma eða dagana 8.-12. júlí.

GA á þrjá landsliðskrakka í þetta skiptið og óskum við þeim innilega til hamingju. 

Andrea Ýr Ásmundsdóttir var valin í kvennalandsliðið sem leikur í Frakklandi.
Veigar Heiðarsson var valinn í karlalandsliðið sem leikur í Írlandi.
Bryndís Eva Ágústsdóttir var valin í stúlknalandsliðið sem leikur í Englandi. Þá var Bryndís Eva einnig valin til að taka þátt á European Young Masters í Frakklandi sem leikið er 24.-26. júlí. 

Við óskum kylfingum okkar innilega til hamingju með valið.