Kylfingarnir okkar Andrea Ýr og Veigar eru í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar fyrir árið 2025. Kjörið fer fram í dag í Hofi kl. 17:30 sem Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær standa fyrir. Þangað er öllum bæjarbúum boðið og ástæða til að hvetja sem flesta til að mæta.
Andrea og Veigar eru sannarlega fyrirmyndar kylfingar og óskum við þeim til hamingju með tilnefninguna.


Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2025
- Andrea Ýr Ásmundsdóttir – GA - golf
- Bergrós Ásta Guðmundsdóttir - KA/Þór - handbolti
- Drífa Hrund Ríkharðsdóttir – KA - lyftingar
- Emma Karólína Snæbjarnardóttir – Þór - körfubolti
- Hafdís Sigurðardóttir - HFA - hjólreiðar
- Hulda Björg Hannesdóttir Þór/KA - knattspyrna
- Julia Bonet Careras – KA - blak
- Sandra María Jessen – Þór /KA - knattspyrna
- Stefanía Daney Guðmundsdóttir - UFA - frjálsar íþróttir
- Sædís Heba Guðmundsdóttir – SA - listhlaup á skautum
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2025
- Alex Cambray Orrason – KA - kraftlyftingar
- Baldvin Þór Magnússon - UFA - hlaup
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson - KA - handbolti
- Einar Árni Gíslason – SKA - gönguskíði
- Hallgrímur Mar Steingrímsson – KA - knattspyrna
- Sigfús Fannar Gunnarsson – Þór - knattspyrna
- Sólon Sverrisson – KA - fimleikar
- Unnar Hafberg Rúnarsson – SA - íshokkí
- Veigar Heiðarsson – GA - golf
- Þorbergur Ingi Jónsson – UFA - hlaup