Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Eyþór Hrafnar Ketilsson með vallarmet á Jaðri

Tvö ný vallarmet hafa verið sett á Jaðri í Meistaramóti GA sem hófst á miðvikudaginn 6. júlí.

Á þriðja degi Meistaramótsins fór Andrea Ýr Ásmundsdóttir, sem er einungis 14 ára gömul, völlinn á 72 höggum á bláum teigum eða einu höggi yfir pari og því hægt að segja að það met gæti staðið í einhvern tíma. Hún fékk þrjá skolla, tvo fugla og þrettán pör á þessum methring.

Eyþór Hrafnar Ketilsson lék einnig sinn draumahring á hvítum teigum á þriðja degi Meistaramótsins. Hann lék völlinn á 70 höggum á hvítum teigum eða einu höggi undir pari. Hringurinn hans hljómaði upp á einn skolla, tvo fugla og fimmtán pör.

Óskum við þeim til hamingju með nýju vallarmetin :)