Andrea Ýr Ásmundsdóttir íslandsmeistari í höggleik

Fyrr í dag eignuðumst við GA félagar annan Íslandsmeistara þegar að hún Andrea Ýr Ásmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk í Íslandsmótinu í höggleik.

Þetta er frábær árangur hjá Andreu og óskum við henni kærlega til hamingju með þetta.

Allir okkar krakkar sem tóku þátt í mótinu stóðu sig vel og komust þeir Tumi Hrafn Kúld og Kristján Benedikt einnig á pall í sínum flokkum, Tumi varð í örðu sæti og Kristján í þriðja sæti.

Óskum við þeim sem og öllum krökkunum sem þátt tóku í mótinu til hamingju með árangurinn.