Andrea og Lárus fengu styrk úr Afrekssjóði Akureyrarbæjar

Andrea og Lárus ásamt öðrum afreksefnum sem fengu styrk.
Andrea og Lárus ásamt öðrum afreksefnum sem fengu styrk.

Í gærdag var kjörinn íþróttamaður og íþróttakona Akureyrar við flotta athöfn í Hofi. Það voru þau Viktor Samúelsson úr KFA og Aldís Kara Bergsdóttir úr SKA sem hlutu nafnbótina þetta árið og óskum við þeim og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju.

Þá veitti Afrekssjóður Akureyrarbæjar átta afreksefnum styrk úr sjóði sínum við sama tilefni alls að upphæð 1.600.000kr og þar voru Lárus Ingi og Andrea Ýr meðal afreksefna. Frábært fyrir þau að fá styrk fyrir þeim verkefnum sem þau taka sér fyrir hendur á komandi ári en eru þau bæði gríðarlea efnilegir kylfingar sem hafa verið að keppa erlendis, bæði einstaklings og fyrir landslið Íslands. 

Við óskum Andreu og Lalla til hamingju með styrkinn og óskum þeim góðs gengis á komandi ári.

Hér má sjá nánari skil á Íþróttamanni Akureyrar í frétt ÍBA