Andlát félagsmanns - Haraldur Júlíusson

Haraldur Júlíusson félagsmaður í GA til margra ára lést 27. desember 2020. Haraldur var mörgum GA félögum vel kunnugur. Halli Júl eins og hann var gjarnan kallaður spilaði mikið golf  og þaut um völlinn á skutlunni sinni á seinni árum og missti varla úr degi af golfi.

Haraldur fæddist þann 18. október 1951 og var búinn að vera félagsmaður í GA síðan 1986.

Halli keppti lengi fyrir öldungasveit GA og varð nokkrum sinnum Íslandsmeistari fyrir hönd klúbbsins og hlaut fyrir það afreksmerki GA. Halli Júl varð sex sinnum Arctic Open meistari í flokki 55 ára og eldri, nú síðast 2016. 

Við hjá Golfklúbbi Akureyrar sendum aðstandendum og vinum innilegar samúðarkveðjur.