AM - AM liðamót GA - Úrslit

20 lið voru skráð til leiks

Uppselt var í þetta mót eins og verið hefur síðustu ár, 20 lið skráð til keppni. Mikil stemming er alltaf í þessu móti sem nú var haldið í 5 sinn.

Am - Am liðakeppni GA er mót sem hóf göngu sína 2008 og hefur verið haldið í september ár hvert, til styrktar afreksstefnu Golfklúbbsins. Golfklúbbur Akureyrar stendur fyrir þessu golfmóti til að standa straum að kostnaði við þátttöku okkar í sveitakeppnum GSÍ og þátttöku betri kylfinga okkar í stigamótum og Landsmótum.
Um er að ræða liðakeppni - fyrirkomulagið er þannig að þrír kylfingar skrá sig sem sveit og GA leggur til fjórða manninn í hverja sveit og er þar um að ræða kylfing með lága forgjöf. Sveitirnar draga um sinn fjórða mann. Í keppninni telja tvö bestu skorin (höggleikur) á hverri holu. Leikið er með forgjöf.

Sigurvegarar á 122 höggum voru Kjartan Atli Ísleifsson, Óskar Jóel Jónsson, Stefán Einar Sigmundsson og þeirra "prói" var Víðir Steinar Tómasson, allir í GA

Í 2. sæti á 125 höggum voru Ottó Leifsson, Anna Vilbergsdóttir, Jonas Jose Melado og þeirra "prói" var Viðar Þorsteinsson GA,

Í 3. sæti á 127 höggum voru Valdimar Freysson, Teitur Birgisson, Pétur Jónsson allir úr GA og þeirra "prói" var Heiðar Davíð Bragason úr GÓ

Veitt voru verðlaun fyrir næst holu á öllum par 3 holum vallarins á 4. braut var Björn Axelsson 97.5 cm, á 6 braut var Sigurður H Ringsted 6.35 m frá, eiinig var hann næst holu á 11 eða 2.27 m frá holu á 14 braut var Kjartan Sigurðsson næst holu 1.21 m frá og á 18. braut og var Stefán Einar SIgmundsson 2.93 cm frá. Allir þessir herramenn eru í GA

Boðið var upp á létta málsverð að móti loknu og gerðu keppendur góðum veitingum góð skil.

Vill Golfklúbburinn þakka Vífilfelli og Norðlenska fyrir frábæran stuðning við mótið.