Am - Am liðakeppni GA - úrslit

Það voru Mætamenn sem báru sigur úr bítum.

Mætamenn  sigruðu í þessu 1. móti - sveitina skipuðu þeir Víðir Jónsson, Leifur Þormóðsson og Hermann Guðmundsson þeir drógu sér síðan 4 mann sem var Jón Steindór Árnason. Léku þeir á 125 höggum. Í 2. sæti var sveit KSÞ en hana skipuðu þeir Kjartan Snorrason, Sigurður G. Ringsted, Þórarinn B. Jónsson og þeir drógu sér 4 mann sem var Samúel Gunnarsson spiluðu þeir á 128 höggum. Í 3. sæti var svo nafnlausa sveitin - hana skipuðu þeir Anton Ingi Þorsteinsson, Konráð Vestmann Þorsteinsson og Vigfús Ingi Hauksson, þeirra 4 maður var Fylkir Þór Guðmundsson þeir spiluðu á 133 höggum.

Um var að ræða liðakeppni -  fyrirkomulagið var þannig að þrír kylfingar mynduðu sveit og drógu sér síðan 4 mann sem GA lagði til.  Tvö bestu skorin töldu á hverri holu. Leikið var með forgjöf. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin.

Nándarverðlaun voru á 18. holu og var það sveit Kúldaranna sem var næst holu en það högg átti Björn Axelsson og var hann 1,59 frá holu. Allir í sveitinni fengu nándarverðlaun.