Am - Am liðakeppni GA & Carlsberg - úrslit

Kúld & Co
Kúld & Co

12 lið mættu til leiks - helstu úrslit.

Veðrið var ekki alveg eins og best verður á kosið - kalt var og kom meira að segja annað slagið él en sólin reyndi líka að gæjast í gegn en kylfingar létu það ekki á sig fá og spiluðu gott golf og eins og áður segir þá mættu 12 lið til leiks.

Sigurvegarar voru Kúld & Co en það lið var skipað þeim Arinbirni Kúld, Tuma Hrafni Kúld og Önnu Einarsdóttur og þeirra lágforgjafakylfingur var Kjartan Fossberg, þau spiluðu á 131 höggi tveir bestu töldu með forgjöf, í 2. sæti var liðið Hafbert en það lið skipuðu þeir Hafberg Svansson, Albert Hannesson og Hafþór Jónasson, þeir drógu Friðrik Gunnarsson með sér og léku þeir á 132 höggum og í því 3. á 134 höggum voru Púlararnir það voru þeir Hallur Guðmundsson, Anton Ingi þorsteinsson og Vigfús Ingi Hauksson ásamt lágforgjafarkylfingnum David Barnwell.

Nándarverðlaun voru á 4 par 3 holum - Enginn mældi á 4 holu. Næstur holu á 6. braut var Skarphéðinn Aðalbjörnsson 2,21m frá, Albert Hannesson var næstur holu á 11. braut 3.0m frá og á 18. braut var Sveinn Aðalbjörnsson næst holu 1,03m frá.

Boðið var upp á glæsilegan málsverð að móti loknu og gerðu keppendur góðum veitingum góð skil.

Vill Golfklúbburinn þakka Vífilfelli og Norðlenska fyrir frábæran stuðning við mótið.