AM - AM liðakeppni GA, Carlsberg & Norðlenska

Am - Am liðakeppni GA er haldin í september ár hvert, til styrktar afreksstefnu Golfklúbbsins.

Golfklúbbur Akureyrar stendur fyrir golfmótinu í samvinnu við Carlsberg/Vífilfell & Norðlenska. Mótið er laugardaginn 1. september. Boðið verður upp á léttar veitingar að leik loknum við verðlaunaafhendingu.

Um er að ræða liðakeppni - fyrirkomulagið er þannig að þrír kylfingar skrá sig sem sveit og GA leggur til fjórða manninn í hverja sveit og er þar um að ræða kylfing með lága forgjöf. Sveitirnar draga um sinn fjórða mann.

Í keppninni telja tvö bestu skorin á hverri holu. Leikið er með forgjöf. Mæting kl. 10.30 - Mótið hefst kl. 11.00 ræst verður út á öllum teigum og því er þátttökufjöldi takmarkaður við 20 sveitir. Golfmótið er haldið til styrktar starfi afreksnefndar GA. Þátttökugjald pr. mann krónur 4.000.- Skráning á gagolf@gagolf.is

Við skráningu þarf að koma fram nafn, nafn á liði og vallarforgjöf.

Í fyrra komust færri að en vildu