AM - AM liðakeppni

AM – AM Opið mót til styrktar unglinga- og afreksnefnd GA

VIÐ SKRÁNINGU ÞARF AÐ KOMA FRAM NAFN; NAFN Á LIÐI OG VALLARFORGJÖF Ræst er út frá öllum teigum samtímis frá kl. 10.00.  Golfklúbbur Akureyrar stendur fyrir golfmótinu í samvinnu við Vífilfell, Norðlenska & Nettó.

Um er að ræða liðakeppni - fyrirkomulagið er þannig að þrír kylfingar skrá sig sem sveit og GA leggur til fjórða manninn í hverja sveit og er þar um að ræða kylfing með lága forgjöf.

Sveitirnar draga um sinn fjórða mann. Í keppninni telja tvö bestu skorin á hverri holu. Leikinn er höggleikur með forgjöf.

Golfmótið er haldið til styrktar starfi unglinga- og afreksnefndar GA.

Þátttökugjald pr. mann krónur 4.000.- innifalið í þátttökugjaldinu er kakó og vöfflur m/rjóma

Fjöldi sveita 20

Skráning á gagolf@gagolf.is

eða á skrifstofu GA