AM AM 2013. 22 lið voru skráð til leiks - Úrslit

Uppselt og vel það var í þetta mót eins og verið hefur síðustu ár.

22 lið skráð til keppni. Mikil stemming er alltaf í þessu móti sem nú er haldið í 6 sinn.

Am - Am liðakeppni GA er mót sem hóf göngu sína 2008 og hefur verið haldið í september ár hvert, til styrktar afreksstefnu Golfklúbbsins.

Golfklúbbur Akureyrar stendur fyrir þessu golfmóti til að standa straum að kostnaði við þátttöku okkar í sveitakeppnum GSÍ og þátttöku betri kylfinga okkar í stigamótum og Landsmótum. Um er að ræða liðakeppni - fyrirkomulagið er þannig að þrír kylfingar skrá sig sem sveit og GA leggur til fjórða manninn í hverja sveit og er þar um að ræða kylfing með lága forgjöf. Sveitirnar draga um sinn fjórða mann.

Í keppninni telja tvö bestu skorin (höggleikur) á hverri holu. Leikið er með forgjöf.

Sigurvegarar í ár á 116 höggum voru Arnar Sigurðsson, Þormóður Aðalbjörnsson og Finnur Jörundsson og þeirra "prói" var Kristján Benedikt Sveinsson.

Í 2. sæti á 121 höggi voru Auðunn Aðalsteinn, Eygló Birgisdóttir og Hjörtur Sigurðsson þeirra "prói" var Þórhallur Pálsson.

Í 3. sæti á 123 höggum eftir að talið var til baka Anton Ingi Þorsteinsson, Lárus Ingi Antonsson og Andrea Ýr Ásmundsdóttir þeirra "prói" var Aðalsteinn Leifsson.

Einnig á 123 höggum voru Finnur Helgason, Valmar Valjiots og Viktor Ingi Finnsson þeirra "prói" var Viðar Þorsteinsson

og Aðalheiður Guðmundsdóttir, María Daníelsdóttir og Svandís Gunnarsdóttir með Tuma Hrafn Kúld sem "Pró"

Veitt voru verðlaun fyrir næst holu á öllum par 3 holum vallarins:

4. braut Hjörtur Sigurðsson 26 cm frá holu.

6 braut Aðalheiður Guðmundsdóttir 3.03 m. 

11 braut Allan Hwee Peng 1.55 m. 

14 braut Kjartan Sigurðsson 2.40 m.

18. braut Jason Wright 1.57 m.

Lengsta teighögg á 15 braut átti Fylkir Þór Guðmundsson.

Verðlaunaafhending verður á morgun og þá verður boðið upp á kakó og kökur kl 15.30 eftir Firmakeppninni.

Vill Golfklúbburinn þakka Vífilfelli, Nettó og Norðlenska fyrir frábæran stuðning við mótið.