Allir að fara á Lundsvöll

Þessa dagana þegar Akureyrarmótið er í fullum gangi er Jaðarsvöllur mikið lokaður svo við viljum benda klúbbmeðlimum á að það er frítt fyrir GA félaga að spila á Lundsvelli í Fnjóskadal. Nú þegar veðrið leikur við okkur hérna fyrir norðan er ósjaldan mesta veðurblíðan í Fnjóskadalnum og völlurinn er í flottu standi. Vaðlaheiðagöngin gera líka lífið auðveldara og nú tekur ekki nema 25 mínútur að keyra á Lundsvöll. Svo við hvetjum alla til að skella sér á Lundsvöll á meðan Meistaramótinu stendur og einnig það sem eftir er sumars.