Allar 18 holurnar opna í hádeginu á morgun

Þá er komið að því að við opnum allar 18 holurnar hér á Jaðri og verður opið inn á sumargrín á öllum flötum.

Eins og þeir kylfingar sem hafa lagt leið sína á völlinn síðustu vikuna vita kemur völlurinn einkar vel undan vetri og erum við hjá GA mjög bjartsýn fyrir sumrinu.

Við biðjum kylfinga áfram um að ganga eins vel um völlinn og þeir geta og kunna.

Við minnum einnig á að skráning er enn í gangi á opnunarmót GA sem verður haldið á laugardag, dúndrandi góð veðurspá og er um að gera að taka þátt í fyrsta móti sumarsins :)

Starfsfólk GA.