Aldrei eins mikil eftirspurn í Arctic Open

Það er greinilegt að golfsumarið 2021 verður gríðarlega stórt og gefur síðasta sumri ekki neitt eftir miðað við eftirspurnina eftir rástímum og skráningu í mót hjá Golfklúbbi Akureyrar. 

Það er orðið uppselt í Arctic Open en tæplega 250 kylfingar eru skráðir í mótið og nú þegar komnir tæplega 20 kylfingar á biðlista fyrir mótið í ár. Mótið í ár verður með glæsilegasta móti og verður engu til sparað, demódagar og fleira en nánar er hægt að lesa um mótið hér: http://www.arcticopen.is/is

Það er með mikilli tilhlökkun sem við hjá GA rennum inn í sumarið 2021 og búum við okkur undir gríðarlega gott sumar hvað varðar umferð á völlinn og þátttöku í mótin hjá okkur. Sumarið 2020 héldum við hjá GA þrjú stærstu opnu golfmót sumarsins á landinu og stefnum við á það að halda uppteknum hætti og stækka mótin okkar og fjölga þátttöku enn meir í önnur mót.

Það er hægt að skrá sig á biðlista fyrir Arctic Open mótið í ár en skráning í mótið fer fram á skrifstofa@gagolf.is.