Albatross á Meistaramótinu í dag.

Í dag gerði golfkennarinn okkar, Sturla Höskuldsson, sér lítið fyrir og nældi sér í albatross á holu tvö. Sturla sló draumahöggið af ríflega 220 metra færi með 4 járni. 

Það var golfkennarinn Árni Jónsson sem beið við grínið og varð vitni af þessu frábæra afreki hjá Sturlu. Talsverð norðangjóla var upp á Jaðri í dag en aðstæður til fyrirmyndar og rjómablíða. 

Við óskum Sturlu til hamingju með albatrossinn og viljum í leiðinni minna kylfinga okkar á að hægt er að panta tíma hjá Sturlu með því að hafa samband við hann í síma 868-4785 eða við skrifstofuna í síma 462-2974. Aldrei að vita hvort albatrossinn bíði handan hornsins hjá ykkur :)