Akureyrarmótið verður 10-13 júlí

Nú styttist heldur betur í Akureyrarmótið 2019 en það hefst á miðvikudaginn í næstu viku, eða á miðvikudaginn 10. júlí og stendur til laugardagsins 13. júlí. 

Spilað verður fram á laugardag en þá er dúkkað upp í heljarinnar veislu fyrir kylfinga en veislan verður einnig opin klúbbfélögum sem spila ekki í mótinu gegn vægu gjaldi. Þar verður Vídalín með glæsilegan mat, skemmtiatriði, verðlaunaafhending, happdrætti og fleira skemmtilegt. 

Matseðillinn fyrir kvöldið er:
Lambaprime
Hjúpaður kjúklingur
Tiramisu í eftirrétt 

Hægt verður að kaupa miða á lokahófið fyrir 4.500 krónur fyrir þá sem ekki eru í mótinu og er hægt að kaupa miða í lokahófið í afgreiðslu GA fram til fimmtudagsins 11. júlí.

Forgjafaflokkar eru sem hér segir:
Meistaraflokkur karla: Forgjöf til 6 - hvítir teigar
1. flokkur karla: 6,1-12,5 gulir teigar
2. flokkur karla: 12,6-18 gulir teigar
3. flokkur karla: 18,1-24,5 gulir teigar
4. flokkur karla: 24,6-34 bláir teigar
5. flokkur karlar 34,1-54 bláir teigar

Meistaraflokkur kvenna: Forgjöf til 14,5 - bláir teigar
1. flokkur kvenna: 14,6-26,4
2. flokkur kvenna: 26,5-36
3. flokkur kvenna: 36,1-54

Athygli er vakin á því að spiluð er punktakeppni í 4. og 5. flokki karla ásamt 2. og 3. flokki kvenna. 

Öldungar konur 50+ leika þrjá daga
Öldungar konur 65+ leika þrjá daga
Öldungar karlar 65+ leika þrjá daga
Öldungar karlar 50+ leika fjóra daga
Unglingar 14 ára og yngri leika þrjá daga

Nándarverðlaun verða á 18. holu alla mótsdagana. 

Áætlaða rástíma fyrir miðvikudag-föstudag má sjá hér:

6.000 krónur kostar í mótið fyrir þá sem spila 4 hringi
5.000 krónur kostar í mótið fyrir þá sem spila 3 hringi