Akureyrarmótið í golfi - áætlaðir rástímar

Það er margt í gangi þessa dagana, Arctic Open að byrja eftir tvo daga og það styttist óðum í Akureyrarmótið í golfi.

Það verður gríðarlega skemmtilegt að venju í Akureyrarmótinu og hvetjum við alla GA kylfinga til að skrá sig og taka þátt. Skráning fer fram hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3242088

Mótsgjald er 7.000kr og innifalið í því er lokahóf á laugardagskvöldinu með mat. 

Áætlaða rástíma má sjá hér að neðan. Athugið að öldungaflokkur karla af rauðum teigum er 70 ára og eldri, ekki 65 ára og eldri eins og hefur verið áður.