Akureyrarmót úrslit

Þá er lokið fjölmennasta Meistaramóti í sögu GA.

Dagana 1. til 4. júlí var haldið Meistaramót klúbbsins þar sem spilað var í flokkum fullorðinna, en barna- og unglingaflokkar spiluðu á mánudag og þriðjudag. Sjá úrslit í annarri frétt hér á síðunni. Mótið gekk með prýði og var veðrið hreint frábært alla dagana. Í ár voru um 170 þátttakendur sem er met í Meistaramóti klúbbsins til þessa.. Fyrstu tvo dagana var ræst út handahófskennt en seinni tvo eftir flokkum og skori. Öldungaflokkarnir spiluðu þrjá hringi í mótinu en allir aðrir fjóra. Á laugardagskvöld var svo boðið upp á grillveislu sem Konni Kokkur stýrði og var maturinn mjög ljúffengur.

Eins og undanfarin ár er það Átak heilsurækt og Aqua Spa sem eru styrktaraðilar mótsins og þökkum við þeim stuðninginn, maturinn í lokahófi var í boði Norðlenska og þökkum við þeim einnig fyrir frábæran stuðning í gegnum árin.  

Verðlaun voru fyrir næst holu á 18. braut á 3. degi og var Heiðar Þór Aðalsteinsson næstur 1,75m frá.

Helstu úrslit í mótinu voru:

Mfl karla

1. Örvar Samúelsson            289

2. Hafþór Ingi Valgeirsson    294

3. Finnur Bessi Sigurðsson   300

Mfl kvenna

1. Sunna Sævarsdóttir            336

2. Petrea Jónasdóttir              355

3. Halla Berglind Arnarsdóttir  358

1 flokkur karla

1. Kjartan Fossberg Sigurðsson      306

2. Konráð Vestmann Þorsteinsson  309

3. Jón Orri Guðjónsson                    310

1 flokkur kvenna

1. Leanne Carol Legget                372

2. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir   389

2 flokkur karla

1. Anton Ingi Þorsteinsson  335      Vann eftir umspil

2. Helgi Rúnar Bragason      335

3. Ragnar Snær Njálsson     348

2 flokkur kvenna

1. Guðlaug María Óskarsdóttir   431

2. Auður Dúadóttir                     432

3. Sveindís I. Almarsdóttir          445

3 flokkur karla

1. Þormóður Aðalbjörnsson   358

2. Stefán Arason                   362

3. Jónas Jónsson                  371

4 flokkur karla

1. Daði Kjartansson      379

2. Sveinn Rafnsson       401

3. Víðir Örn Jónsson      402    Vann eftir bráðabana

50+ kvenna

1. Guðný Óskarsdóttir     261

2. Jakobína Reynisdóttir  282

3. Þórunn Bergsdóttir      299

55 + karla

1. Viðar Þorsteinsson    234

2. Haraldur Júlíusson    238

3. Hafberg Svansson    258

65+ kvenna

1. Aðalheiður Rósa Gunnarsdóttir   293

2. Hulda Vilhjálmsdóttir                  306

3. Þyri Þorvaldsdóttir                     311

70+ karla

1. Hilmar Gíslason                  262

2. Árni B. Árnason                  263

3. Stefán Haukur Jakobsson  275