Akureyrarmót unglinga - Úrslit

Keppendur mótsins
Keppendur mótsins

Í dag kláraðist Akureyrarmótið hjá unglingunum. Síðustu tvo daga hafa unglingarnir leikið í Akureyrarmótinu. Í gær, mánudag, voru seinni 9 holurnar leiknar og í dag, þriðjudag, voru fyrri holurnar leiknar. 20 keppendur voru skráðir til leiks og spiluðu 12 þeirra á rauðum teigum og 8 á grænum teigum (sérteigar). Aðstæður voru góðar þó norðanáttin hafi blásið full mikið á mánudeginum. 

Úrslit á rauðum teigum:
Drengir:
   1. Mikael Guðjón Jóhannsson 101 högg (Sigraði í bráðabana á 18.holu)
   2. Mikael Máni Sigðursson 101 högg
   3. Gunnar Hrafn Halldórsson 111 högg

Stúlkur:
   1. Bára Alexandersdóttir 108 högg
   2. Snædís Ylva Valsdóttir 117 högg 
   3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir 124 högg

Úrslit á grænum teigum:
Drengir:
   1. Auðunn Elfar Þórarinsson 119 högg  
   2. Hákon Atli Aðalsteinsson 128 högg
   3. Árni Bent Þráinsson 146 högg

Stúlkur:
   1. Ólavía Klara Einarsdóttir 125 högg
   2. Emilía Björk Jóhannsdóttir 154 högg
   3. Sara María Birgisdóttir 161 högg

Fyrri daginn voru veitt nándarverðlaun í öllum flokkum á 18. holu.
Stúlkur rauðir teigar: Bára Alexandersdóttir
Drengir rauðir teigar: Dagur Snær Heimisson
Stúlkur grænir teigar: Ólavía Klara Einarsdóttir
Drengir grænir teigar: Hákon Atli Aðalsteinsson 

Í mótslok var svo verðlaunaafhending þar sem allir keppendur mótsins fengu verðlaun, einnig voru pylsur í boði fyrir alla.

Við minnum svo á að á morgun, miðvikudag, hefst Akureyrarmót fullorðinna en aldrei hafa fleiri verið skráðir í það, eða 165 kylfingar. Rástímar eru klárir er hægt að sjá þá inná golf.is. Á meðan á mótinu stendur verður völlurinn lokaður,  en hann opnar svo aftur seinni partinn á laugardag.