Akureyrarmót helstu úrslit eftir 1. dag

Ævarr, Elmar Þór, Óskar og Anton Freyr
Ævarr, Elmar Þór, Óskar og Anton Freyr
Aldrei verið fleiri keppendur á Mestaramóti GA eins og nú.

Keppendur eru 169 í öllum flokkum og eru helstu úrslit eftir 1. dag eftirfarandi.

Samúel Gunnarsson og Ólafur Gylfason eru jafnir í Meistaraflokki karla á 73 höggum, Sunna Sævarsdóttir í meistaraflokki kvenna á 81 höggi. Í 1.flokki karla er Friðrik Gunnarsson efstur á 76 höggum, Petrea Jónasdóttir efst í 1. flokki kvenna á 86 höggum í 2. flokki karla er 'Isak Harðarson á 82 og Ingileif Oddsdóttir efst í 2.flokki kvenna.

Í 3.flokki karla er Hallur Guðmundsson efstur á 92 höggum og í 4. flokki karla Víðir Jónsson á 100 höggum.

Viðar Þorsteinsson er efstur í flokki 55 ára og eldri. Jafnir í 1. sæti í flokki 70 ára og eldri eru þeir Árni Björn Árnason og Haukur Jakobsson.

Í kvennaflokki 50 ára og eldri er Guðný Óskarsdóttir efst og í flokki kvenna 65 ára og eldri er Aðalheiður Alfreðsdóttir.

Önnur úrslit eru á www.golf.is

Myndir frá 1. degi er að finna á hér á síðunni undir Akureyrarmót