Ágúst lætur af störfum sem framkvæmdastjóri

Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri GA, hefur ákveðið að láta af störfum fyrir félagið.  Ágúst hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2013.

Stjórn GA vill þakka Ágústi fyrir afar ánægjulegt og árangursríkt samstarf, en Ágúst hefur stýrt GA á tímum mikillar uppbyggingar sem félagar og gestir munu njóta góðs af á næstu misserum og árum.  Stjórn GA óskar honum og fjölskyldu hans enn fremur velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Stjórn GA mun á næstu dögum auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra og er undirbúningur þegar hafinn.  Ágúst mun gegna starfinu til 1. febrúar 2017.