Afslættir af vallargjöldum fyrir GA meðlimi

Eins og flestir vita er Íslandsmótsvikan hafin, og völlurinn meira og minna lokaður. Þessi tími er frábær fyrir GA meðlimi að nýta sér þá frábæru golfvelli sem eru hér í kring, sem og á öllu landinu. Sigló Golf hafa boðið meðlimum GA dagspassann hjá sér á 5.000kr í dag, þriðjudag og á morgun miðvikudag. Ofan á það getur fólk nýtt sér eftirfarandi 

Sigló gjöld

Hjón: 8.480kr

Eldri borgarar: 3.440kr

Undir 18 ára: 1.840kr

Á meðan Íslandsmótinu stendur, eða frá fimmtudegi til sunnudags fá meðlimir Golfklúbbs Akureyrar svo 50% afslátt á alla velli innan GSÍ gegn framvísun meðlimakorts. Hvetjum alla til að nýta sér þetta flotta tilboð til að spila golf í fínu veðri um land allt.