Afrekssamningar undirritaðir hjá GA

Við undirritun samnings
Við undirritun samnings

Nú nýverið undirrituðu þrír efnilegir kylfingar úr GA undir afreksmannasamning við klúbbinn.  Þetta eru þeir Kristján Benedikt Sveinsson, Tumi Hrafn Kúld og Ævarr Freyr Birgisson.

Við undirritun samninga

Þessir drengir eru allir uppaldir GAingar sem hafa lagt hart að sér til þess að ná árangri í sinni íþrótt.  Með þessum samning vill Golfklúbbur Akureyrar lýsa því yfir að hann sé tilbúinn til þess að styðja við bakið á sínum kylfingum og aðstoða þá eftir bestu getu til þess að ná árangri í sinni íþrótt.

Með undirritun samningsins skuldbinda kylfingarnir sig til að keppa undir merkjum GA og taka þátt í sameiginlegum verkefnum klúbbsins á meðan á samningi stendur. Kylfingurinn skal einnig vera fyrirmynd annara félaga og gæta talsmáta síns og framkomu, innan vallar sem utan.

Á móti skuldbindur Golfklúbbur Akureyrar sig til að sjá til þess þeim standi góð æfingaaðstaða til boða og gæta þessa að þjálfari sinni skyldum sínum gagnvart þeim. Þetta er aðeins hluti af því sem samningarnir hljóða uppá og vona stjórn og afreksnefnd GA að þetta virki sem hvatning fyrir alla okkar kylfinga og að Golfklúbbur Akureyrar geti með þessum hætti auðveldað þeim að stunda sínar æfingar til að ná áframhaldandi góðum árangri í sinni íþrótt.