Afrekskylfingar GA leika til úrslita í Íslandsmóti

Þessa dagana er í gangi Íslandsmót unglinga í holukeppni, og áttum við 11 keppendur í mótinu. 

Einungis 16 efstu kylfingar stigalistans í hverjum aldursflokki komust inn á mótið svo það eitt og sér er glæsilegt afrek. Eftir fyrstu umferð átti GA 7 kylfinga í 8- manna úrslitum mótsins. Leikir þeirrar umferðar fóru:

Skúli Gunnar Ágústsson vann 5/4 gegn Loga Traustasyni
Veigar Heiðarsson vann 4/3 gegn Oliver Thor Hreiðarssyni
Valur Snær Guðmundsson tapaði 2/1 gegn Elías Ágústi Andrasyni
Ragnar Orri Jónsson tapaði 5/4 gegn Markúsi Marelssyni
Ólafur Kristinn Sveinsson tapaði 4/2 gegn Hjalta Jóhannssyni
Birna Rut Snorradóttir tapaði 7/5 gegn Fjólu Margréti Viðarsdóttur
Lárus Ingi Antonsson vann 3/2 gegn Bjarka Stein Jónatanssyni

Í seinni leikjum dagsins mættust m.a. Skúli Gunnar og Veigar um sæti í úrslitunum! Undanúrslitaleikirnir fóru svona

Lárus Ingi Antonsson vann 1/0 gegn Svanberg Adda Stefánssyni og er kominn í úrslitin!
Veigar Heiðarsson vann Skúla Gunnar Ágústsson 5/4 og mun því líka spila um Íslandsmeistaratitil á morgun. 
Skúli Gunnar spilar um bronsið í fyrramálið

Frábært að eiga svona marga flotta unga kylfinga! Nú eignumst við vonandi nýja Íslandsmeistara á morgun