Áframhaldandi samstarf GA og Hreint

Nú á dögunum skrifuðu Eydís Björk og Steindór undir áframhaldandi samstarfssamning milli Golfklúbbs Akureyrar og Hreint. Við hjá Golfklúbbi Akureyrar erum gríðarlega ánægð með samstarfið og skiptir það okkur miklu máli að Hreint vilji vinna með okkur.

Sumarið hefur gengið vel og nú fara mótin að raðast inn næstu helgar, þegar mikið er að gera hjá okkur eru öll samstörf afskaplega mikilvæg og Hreint eru því stór hluti af því að allt gangi smurt í sumar. Við þökkum Hreint aftur fyrir samstarfið og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.