Áfram heldur samstarf GA og Dominos

Golfklúbbur Akureyrar og Dominos voru rétt í þessu að undirrita áframhaldandi samstarfssamning til þriggja ára. Dominos og GA hafa átt í mjög góðu samstarfi undanfarin ár og hafa þeir verið stór styrktaraðili, sér í lagi í Golfskóla GA. 

Við þökkum Dominos kærlega fyrir stuðninginn undanfarin ár og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.